Takk fyrir gærkvöldið stelpur, þetta var svaka stuð hjá okkur!;) Fyrir þá sem ekki voru á staðnum þá byrjaði kvöldið á Sólon þar sem við borðuðum góðan mat (ætluðum á Vegamót en allt upptekið þar), síðan var farið á "pöbbarölt" og stefnan tekin á Hressó þar sem hlustað var á gítarspil og að lokum daaaaannsssaðð...
Á hressó voru margir hressir, hittum m.a. þýska njósnarann Silviu og hennar föruneyti og ef ég sá rétt þá var vinur hennar kominn úr að ofan fyrir hana.."Silvia, hvað er í gangi!!??" haha;)
Á hressó voru líka sumir ENN ÞÁ hressari eins og t.d. parið sem var upp um alla veggi, gólf og loft að "faðmast/dansa" eða hvað sem þessi gjörningur var og djö...tjéeelinginn steig á löppina á mér..hehe
Þá skildu leiðir þar sem Kristín og Ósk fóru heim en við hinar kíktum á Vegamót og Celtic Cross..
Á heimleið var keyptur ís í aktu taktu og ég var við það að sofna ofan í ísdolluna..zzzzzzz
Í dag fór ég svo í sund..það er svo gott..nema ég þoli ekki þegar sundgleruaugun fara að leka og ég þarf að stoppa í miðri lauginni til að lagfæra þau, og reyni að troða marvaða á meðan (eða heitir það ekki það?!) sem ég var aldrei neitt sérstök í hér í gamla daga....fannst skólasund ekki mitt uppáhald..af hverju mátti ég ekki synda bringusund án þess að verið væri að taka tímann..?!Hef aldrei skilið þetta!
En það er skemmtileg stemning í sundi...í síðustu viku fórum við systir mín í laugardalslaugina, eins og alltaf, og þá var kalt í veðri..og maður gjörsamlega pínir sig í að hlaupa frá sundlaugarhúsinu og svo ofan í...eftir sundið vorum við bara svona að slaka á í lauginni þegar við heyrum þvílíkan karlasöng "Öxar við ána, árdags´..." o.s.frv. koma frá einum heita pottinum, við vorum greinilega í sundi á þeim tíma þegar gömlu karlarnir hittast...en þetta var mjög gaman og frábært að geta sungið eins og ekkert sé kl. 9 um morgun!
Annars held ég að þetta sé orðið ágætt í bili hjá mér... M&M með hnetum