sunnudagur, október 01, 2006
Oktoberfest...ja das ist richtigÞá veit ég það. Ég missi af einni bestu skemmtun háskólans, Oktoberfest, þar sem ég verð úti. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir mig enda hef ég skemmt mér svooo vel á þeim hingað til. Þegar maður er líka í kringum svona skemmtilegt fólk eins og Silviu njósnara og pabba hennar hann Rudiger sem gera stemninguna alveg ekta þá er ekki hægt að upplifa þetta öðruvísi en maður sé bara staddur í Bæjaralandi....bratwúrst, saltkringlur, bjór úr krana, skemmtilegir hattar (hehe), lifandi tónlist, FULLT af fólki (ýmsir ekta Þjóðverjar inn á milli) og svo yfirvaraskegg. Já, ég mun missa af þessu öllu...sniffLæt fylgja með nokkrar myndir af síðustu hátíð...
Silvia, Rudiger, Biggi og fleiri...hress...

Rudiger var aðalmaður hátíðarinnar...en "Hvar er Marta?!"..(undir lærinu á Rudiger hahahaha)

..það var mikið hlegið!! og álfahatturinn frægi að detta af mér..:)
Love you og endilega verið dugleg að kvitta ef þið eruð að lesa;)
Marta María at 20:02