þriðjudagur, janúar 31, 2006
Kæru vinkonur! Þegar ég var lítil var mér kennt að svara ekki keðjubréfum. Ekki vegna þess að það væri slæmt að fá senda marga poka af lakkrís (sem getur samt valdið niðurgangi) heldur vegna þess að í sumum þessara bréfa voru hótanir. Ég vil því segja ykkur að ég vil aldrei fá sendan póst með hótunum. Sama hvort það eru hótanir um að ég rotni í helvíti, muni verða óheppin í ástum eða eigi enga vini. Ég veit ekki hvort þið sendið mér þetta til að bjarga ykkar rassi eða af því að í bréfinu stendur eitthvað annað fallegt eða fyndið. Ef um er að ræða þetta síðara getið þið alltaf klippt það ljóta út úr bréfinu og sent það svo. Þetta er ekki meint í illu en ég vænti þess að þið sem vinkonur mínar virðið þessa ósk mína. ES. Þegar ég sendi ekki áfram svona keðjur er það ekki vegna þess að ég elska ykkur ekki heldur einmitt af því að ég elska ykkur og vil ekki senda eitthvað með slæmum óskum og er auk þess ekki mikið fyrir að gera annara orð að mínum.
Ósk at 13:45
mánudagur, janúar 23, 2006
Afmælispartýveisla :)Afmælispartýveislan mín mun að þessu sinni fara fram föstudaginn 27. janúar 2006 :) þar sem ég vil endilega hafa alla í kringum mig á miðnætti þegar ég verð formlega 23 ára gömul, því eins og allir vita byrjar nýr dagur á miðnætti (og þar sem ég er afmælisbarnið er bannað að mótmæla þessu!!!)
Ef einhver er í vandræðum með hvað á að gefa mér í afmælisgjöf er
þetta ekki svona slæm hugmynd :)
Þannig að ég sé ykkur þá bara hressar og kátar á föstudaginn klukkan 20.00
Kveðja og kossar, Eyrún Afmælisbarn
P.s. Þetta með gjöfina er bara innantómt grín, ég fer í fýlu ef einhver gefur mér svona!!!
Eyrún at 15:10
fimmtudagur, janúar 12, 2006
Til hamingju með daginn Anna Lísa!!!!;) Hér kemur inn fyrsta myndin af mér og ný
ja vini mínum sem heitir Tumi....Er hann ekki sæææætuuuur.....
Marta María at 20:11
miðvikudagur, janúar 11, 2006
Afmæli!!
Í tilefni af því að ellismellur hópsins er að eldast um enn eitt árið ;) ætla ég að hafa pínu afmælisboð föstudagskvöldið 13. janúar! Þema kvöldsins verður óheppni! Úff....ég held ég verði bara fyndnari með hverju árinu ;)
Ykkur er boðið til mín kl. 20 og makar eru hjartanlega velkomnir.
Þið munið að ég er flutt og þar sem mottó bílanna á nýja bílastæðinu er þröngt mega sáttir leggja, mæli ég eindregið með því að þið reynið að hópast saman í sem fæsta bíla...svo ég tali nú ekki um hvað þið væruð góð við náttúruna í leiðinni! ;)
Þið megið endilega láta mig vita hvort þið komist...hlakka til að sjá ykkur!!!!!! :D
Anna Lisa at 22:22
Orðlaus...Ég hvet alla til að skrifa undir!
Anna Lisa at 14:00
mánudagur, janúar 09, 2006
Mmmmm...
.....það er enn vika þar til ég byrja í skólanum aftur! Mér finnst það ansi vel þegið þar sem ég kláraði prófin seint, fór strax að vinna og var í þokkabót lasin nánast öll jólin! ...en þessi vika verður bara afslöppun og gúddí fílingur! ;)
Annars er voða lítið að frétta...fór á tónleika á laugardaginn þar sem við Hannes, Dagbjört, Ósk, Sverrir og Sævar, ásamt hinum rúmlega fimm þúsund, vorum í góðum gír! Það var ekkert smá gaman að sjá svona marga góða tónlistarmenn spila sem ég hef aldrei séð áður!
Svo á sunnudagsmorgunn var Fréttablaðið lesið: ,,...og þakið ætlaði að rifna af Höllinni þegar leynigesturinn Nick Cave steig á svið...’’ What?! Hann hefur algjörlega farið fram hjá okkur...alveg týpískt...akkúrat þegar við fórum að kaupa okkur að drekka!!
Svo kemur í ljós að enginn tónleikagesta varð var við þennan leynigest nema blaðamaður Fréttablaðsins!! Hvernig gerist eiginlega svona? Ég var búin að heyra umræðu um e-r óvæntaruppákomur og e-r fóru að nefna að Nick Cave myndi verða leynigestur. Blaðamaður Fréttablaðsins hefur bara treyst “heimildamanni” sínum svo vel að hann hefur skrifað fréttina án þess að fá hana staðfesta, eða haldið að Damien Rice væri Nick Cave því þá varð ég vör við að þakið ætlaði að rifna af Höllinni...og Ósk hjálpaði sko til við það! ;)
En ég ætla að halda pínu afmælisboð á föstudag eða laugardag...læt ykkur vita þegar nær dregur!
Koss&knús!!
Anna Lisa at 14:21
mánudagur, janúar 02, 2006
Gleðilegt ár og takk fyrir allt liðið...sérstaklega þó takk fyrir síðast í snilldar áramótapartýi hjá mér! Við verðum að fara sem fyrst aftur í Jungle speed ;o)Á morgun ætla þær sem geta að hittast hjá mér og horfa á dónalegu sænsku jólamyndinaTOMPTEN ER FAR TIL ALLA BARNANAMér datt í hug Thai grill klukkan átta og svo brjálaður hláturKveðja
Ósk at 20:54
sunnudagur, janúar 01, 2006
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla allar saman!Ég hafði það ósköp gott um áramótin, borðuðum góðan mat, horfðum á áramótaskaupið (sem mér fannst nú ekki mikið fyndið) og sprengdum nokkra flugelda. Hvolpurinn Tumi var ósköp hress og var ekki minnsta hræddur við flugeldana, var meira að segja útí garði yfir miðnættið hahaha. Svo fórum við Grétar í partý og komum heim kl 6 í morgun, og meira að segja leigubílaverðið kom þægilega á óvart (ekki eins dýrt og ég var búin að óttast). Jájá þetta var mjög fínt...Svo tekur núna við vika þar sem ég ætla að hafa það gott áður en skólinn byrjar 9. janúar...Og hver eru svo stóru plönin á nýja árinu? Eina sem mér dettur í hug er að stefna á að fara Laugaveginn í sumar...(sko ekki niðrí bæ ef einhverjum lifandi datt það í hug hehe;))En hafið þið það gott á nýju ári þar sem Ósk og Sverrir munu gifta sig, spennó!!!Sjáumst vonandi sem fyrst....Ykkar....
Marta María at 16:11