föstudagur, júní 23, 2006
Já, ég er ekki frá því að gærdagurinn hafi verið með betri dögum í laaaangan tíma!
Byrjaði náttúrulega á því að vakna við þá gleði að sólin skein úti en ekki grámygla og rigning eins og hefur verið allan júní!
Á svona degi er bara æði að vinna á leikskóla og við vorum úti allan
daginn og nutum blíðunnar í botn! :)
Eftir vinnu fórum við Hannes hjólandi í grill til Frænda og co. þar sem hele familien var og við sátum í garðinum og borðuðum góðan mat! Almennilegt! :)
Svo ákváðum við að fara í smá hjólatúr en enduðum á að hjóla örugglega allt í allt 7-10 km! Ég get ekki einu sinni sagt ykkur hvað rassinn á mér var aumur eftir þennan ljóta hnakk...og er enn! ;)
En hápunktur dagsins var samt án efa þegar systir mín tilkynnti mér að hún væri ólétt!!!!!!!
Hafið það gott dúllurnar mínar!
-Anna Lísa verðandi móðursystir! :)
Anna Lisa at 01:04
fimmtudagur, júní 22, 2006
Jæja, gott fólk. Nú er komið að árlegri afmælisveislu sem skal nú haldin í semíréttum mánuði. Vegna vakta- og helgarvinnu gemlinga í hópnum ætla ég að gera litla könnun. Hvernig stendur á hjá ykkur þarnæstu helgi (fyrsta helgin í júlí). Mér er nokk sama um hvorn daginn er að ræða þannig að sá sem hentar flestum best verður fyrir valinu :). Endilega láta vita með öllum mögulegum ráðum.
Knús, Kristín gamla
Kristín at 09:06
þriðjudagur, júní 20, 2006
MYNDIR!!!Ég var að skoða myndir úr útskriftaferðinni hjá Lísu sem vinnur með mér á Nings og það minnti mig svo geðveikt mikið á þegar við vorum útá Krít!!! Þannig að ég dró upp gamla myndabúnkann og fór að skoða :) Þetta var að sjálfsögðu fyrir tíma digital myndavélarinnar minnar og mín gamla vél var ekki með Zoom þannig að myndirnar eru allar hálfskrítnar :I En samt skemmtilegar. Vá hvað mig langar að upplifa þessa ferð aftur :) En er einhver sem á myndir á rafrænuformi úr þessari ferð?? Ég veit að myndirnar hennar Kristínar "týndust" allar :( Ömó :(
Eigum við svo ekki að reyna að vera duglegar að setja myndir inná nýju síðuna okkar ???
Spurning um að fara bara í það núna þegar maður hefur ekkert að gera!
Bryndís vann útlandaferð í Sumarleik Nings :) Heppin :) Borgar sig greinilega að þekkja mig!! hehe.
Kveðja, Eyrún lasilingur
Eyrún at 14:12
föstudagur, júní 16, 2006
Hae elskurnar minar!Eg er i Paris og hugsa sol og gledi til ykkar!Takk kaerlega fyrir fallegar gjafir og kvedjur.Eg og madurinn minn bloggum a www.hamingjusamlegagift.blogspot.com og hlokkum til ad lesa komment fra ykkurKossar og knus
Ósk at 11:48
þriðjudagur, júní 06, 2006
Takk æðislega fyrir síðast elsku stelpur mínar :) og til hamingju með daginn nýgiftu hjón :)Annars vildi ég bara láta ykkur vita að ég er að fara til Ítalíu með fótboltanum í smá æfingaferð. Ég ætlaði ekki að fara með en tók skyndiákvörðun í gærkveldi um að skella mér! Ég er að fara út núna á eftir og kem aftur heim á sunnudaginn og verð þá að öllum líkindum kyrr á Íslandi um tíma. Það er allavegana planið núna en maður veit náttúrulega aldrei!Sjáumst,Bjarney flakkari
Bjarney at 09:36
sunnudagur, júní 04, 2006
Brúðkaup!
~~~
Til hamingju með daginn elsku Ósk og Sverrir!
Hlakka til að sjá ykkur öll! :)
Anna Lisa at 12:46