mánudagur, október 30, 2006
Stelpur MínarÉg var búin að lofa sumarbústaðarferð í nóvember en ég ætla frekar að bjóða ykkur í janúar. Þá eru allir afslappaðir eftir jólafríið en ekki stressaðir yfir jólaprófum. Stefni að því að bjóða ykkur fyrstu helgina í janúar (6. - 7. janúar). Hvaðsegiði?
KNÚS! Hildigunnur.
Hildigunnur at 11:19
fimmtudagur, október 26, 2006
Það er svolítð gaman að sjá þetta ... allt er hægt ef photoshop er fyrir hendi! ;)
(skoðið portfolio) Þið eruð bestar!
... Ingibjörg og Ásgerður líka, þó ykkur vanti á myndina! :)

-Anna Lísa-
Anna Lisa at 20:20
fimmtudagur, október 19, 2006
Kóngsins Kaupmannahöfn...

Þá er ég búin að stíga á danska grundu í fyrsta skiptið. Við mæðgurnar höfðum það náttúrlega ósköp notalegt í þessari fyrstu og ekki síðustu "kvennaferð" okkar.
Flugferðin út gekk vel fyrir sig fyrir utan smá ókyrrð og bankandi hljóð sem ég var farin að hafa áhyggjur af áður en vélin tók á loft..en það hvarf sem betur fer og ég var ekki eina í flugvélinni sem var farin að spá alvarlega í þessu hljóði því ungt par aðeins framar spurði flugfreyju hvort þetta væri eðlilegt..ok ég er ekki ein um að vera paranoid;)
Hótelið okkar var á frábærri staðsetningu, við löbbuðum smá og þá vorum við komnar á Strikið þar sem við eyddum dágóðum tíma. Af öðrum búðum að frétta þá fórum við í Field´s verslunarmiðstöðina. Vegalengdin þangað er svona hálf leiðin að Kastrup flugvelli, svo þegar við mæðgurnar vorum búnar að ganga rösklega í þrjú kortér í áttina að Field´s þá ákváðum við að taka strætó. Frekar fúli strætóbílstjórinn ætlaði svo að láta okkur vita þegar við værum komnar..en hann gerði það ekki og þurfti þess ekki því merkið FIELD´S með STÓRUM STÖFUM á STÓRU húsi gat ekki farið framhjá nokkrum lifandi manni og engum túrista..

En svo gerðum við ýmislegt til að kynnast borginni betur. Við fórum í sívala turninn í miðbænum og fengum þetta fína útsýni yfir borgina, fórum að höllinni og horfðum á vaktaskiptin, kíktum inn í Frúarkirkjuna og fórum í frábæra eftirmiðdagssiglingu frá Nyhavn sem sigldi um síki og hafnir Kaupmannahafnar með leiðsögn og ég varð miklu fróðari eftir þá siglingu, mæli með svoleiðis:)

Svo fórum við út að borða á skemmtilegum veitingastöðum. Fórum á einn ítalskan stað á bakvið Frúarkirkjuna sem nokkrir voru búnir að mæla með. Þar var ansi hress þjónn sem var að setja ólívuolíu á disk fyrir hvern og einn til að dífa brauði í..og þegar hann kom að mínum disk þá teiknaði hann hjarta hahahaha..en maturinn var góður og þjónustan góð;)
En ég verslaði nú ekkert rosalega, fannst HM búðin á Strikinu leiðinlegasta HM-búð sem ég hef komið í...so sorry...gangar og tröppur upp og niður og maður gat ekkert skipulagt sig hvað maður væri búinn með...
En ferðin var frábær og ég var hrifin af borginni:)
Marta María at 21:52
sunnudagur, október 08, 2006
Í svona veðri eins og var í dag get ég ekki annað en hugsað um að fara til útlanda...
...ég væri til í að fara þangað, af augljósum aðstæðum...

...annars væri ég nú líka til í að fara hingað...

...og jafnvel strauja þetta nokkrum sinnum...

...það gæti ég líka gert hér...

...þá gæti ég líka prófað að fara á einn svona...

...væri nú líka alveg til í fara til Köben í staðinn fyrir Mörtu Maríu...viltu skipta?
...ekki það að ég sé að kvarta sko ;) ...
Anna Lisa at 20:50
fimmtudagur, október 05, 2006
Sumarbústaðaferð - seinni parturÞað er komið á hreint að við förum í sumarbústað í boði skemmtinefndar 2006. Þetta er hugsað sem samblanda af árlegri sumarbústaðaferð og svo árshátíð Fallegs engis. Við leggjum af stað á laugardaginn næsta og komum í bæinn á sunnudaginn. Um kvöldið borðum við einhverja dýrindis máltíð sem nefndin planar og þið getið bölvað ykkur upp á að þetta berður fjör! Það er ekki alveg víst hvort við verðum í sumarbústaðnum sem Eyrún tengist eða hvort við verðum í Hlíðinni minni. Það kemur bara í ljós ;). Við erum á fullu í að plana ferðina og látum ykkur vita innan skamms hvað maturinn kostar og slíkt.
Verið hress, ekkert stress!
Knús, Kristín
Kristín at 13:00
miðvikudagur, október 04, 2006
Sumarhúsaferð!Líkur eru á því að farið verði upp í bústað laugardaginn næstkomandi :) Þ.e.a.s. ef verðrið verður ekki alltof gott (því þá er planið að mála bústaðinn) og ef rafvirkjarnir verða búnir að leggja rafnmagnið :)
F.h. Skemmtinefndar, Eyrún
Eyrún at 15:38
sunnudagur, október 01, 2006
Oktoberfest...ja das ist richtigÞá veit ég það. Ég missi af einni bestu skemmtun háskólans, Oktoberfest, þar sem ég verð úti. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir mig enda hef ég skemmt mér svooo vel á þeim hingað til. Þegar maður er líka í kringum svona skemmtilegt fólk eins og Silviu njósnara og pabba hennar hann Rudiger sem gera stemninguna alveg ekta þá er ekki hægt að upplifa þetta öðruvísi en maður sé bara staddur í Bæjaralandi....bratwúrst, saltkringlur, bjór úr krana, skemmtilegir hattar (hehe), lifandi tónlist, FULLT af fólki (ýmsir ekta Þjóðverjar inn á milli) og svo yfirvaraskegg. Já, ég mun missa af þessu öllu...sniffLæt fylgja með nokkrar myndir af síðustu hátíð...
Silvia, Rudiger, Biggi og fleiri...hress...

Rudiger var aðalmaður hátíðarinnar...en "Hvar er Marta?!"..(undir lærinu á Rudiger hahahaha)

..það var mikið hlegið!! og álfahatturinn frægi að detta af mér..:)
Love you og endilega verið dugleg að kvitta ef þið eruð að lesa;)
Marta María at 20:02