Ég var einu sinni veik og horfði á alla fyrstu seríuna af Grey's á einum degi. Mér fannst það samt eiginlega of mikið svona í einu. Mér finnst eiginlega skemmtilegast að horfa á svona þætti einu sinni í viku. Þá nær spennan að magnast! Spennufíkn!
Það er samt ekki eins og ég horfi alltaf bara á einn þátt í einu. Ég held ég geri það bara aldrei nema þegar þættirnir eru í sjónavarpinu.
Horfði til dæmis á 4 (eða voru það 5) fyrstu þættina af O.C. í gær. Ryan er svo sætur og góður og núna skil ég betur hvað mörgum finnst varið í þessa Mishu Barton, hún er eitthvað miklu sætari í þáttunum heldur en á plagötunum.
Ósk at 14:32