Bleeessaðar og takk fyrir síðast! :)
Ég er í sumarfríi og hef nægan tíma til að hanga og gera ekki neitt, sem er mjög ljúft.
Þegar ég var að hanga í tölvunni áðan rakst ég á þetta myndband.
...svo prófaði ég að setja “stupid americans” í leitina á YouTube – haldiði að það hafi ekki komið tæp 10.000 myndbönd! :D
-----------------------------
Svo vil ég líka benda ykkur á nýjan fjölmiðil á netinu – eyjan.is.
Það tekur smá tíma að venjast síðunni ef maður er vanur síðum eins og mbl.is og visir.is, en þegar það er komið má finna þar marga áhugaverða hluti...
- Innlendar fréttir og fjölbreyttar fréttir að utan.
- Sjónvarpsdagskrá allra stöðvanna, sem er þægilegt að skoða
- Sýningartíma bíóhúsanna, sem er þægilegt að skoða.
- Aðgangur að vefblöðum, vefsjónvarpi og vefútvarpi
- Ef ykkur finnst gaman að lesa blogg þá eru skemmtilegir bloggarar sem skrifa á síðunni, t.d. Egill Helgason o.fl.
- BloggGáttin sýnir nýuppfærð blogg, annarra en skrifa á Eyjuna
- Neðst á síðunni er svo hægt að sjá nýjustu færslur á fjölmörgum síðum; innlendum og erlendum fréttasíðum, íþróttasíðum og fleiri (svona RSS-dæmi ef þið vitið hvað það er).
- ...svo hef ég heyrt að á síðunni sé líka heitasta slúðrið ;)
~ Anna Lísa :) ~
P.s. Þar sem ég svona mikinn tíma til að gera ekki neitt þá breytti ég uppröðuninni á saumó hérna til hliðar á síðunni
P.p.s Hvernig væri svo svo að skilja eftir sig svona eins og eina setningu því mér leiðist... :Þ