miðvikudagur, ágúst 08, 2007
Það er komið að því!Loksins hefur mér tekist að hrista af mér verkkvíðann og ætla því að bjóða ykkur með mér í Hlíð! Eins og mér einni er lagið er að sjálfsögðu enginn fyrirvari á þessu, næstu helgi verður farið. Planið er sem sagt að fara á laugardaginn, skemmta sér og borða góðan mat. Þar sem ég geri ráð fyrir að það hafi ekki allar kost á að gista reynum við bara að fara á alla veganna tveimur bílum svo þeir sem vilja bara vera á laugardaginn geti komist í bæinn. Bústaðurinn minn er í sirka eins og hálfs tíma fjarlægð frá bænum svo þetta er ekkert svakalegt ferðalag :). Sökum stutts fyrirvara mun ég nú bjalla í ykkur líka svo að enginn missi af boðinu.
Yfir og út, Kristín
Kristín at 10:27