Ég ætla að halda boð á laugardaginn (28. apríl) í tilefni að því að daginn eftir þann 29. apríl næ ég nokkrum af ykkur í aldri ;) Þið getið þá skotið á mig um aldurinn, ég held að sumar skuldi mér það :p Herlegheitin munu byrja kl. 8 (ekki stundvíslega samt)!
Ég vonast til að sjá ykkur sem flestar :D
Hmm...ætti ég að hafa e-ð þema? Ef þið hafið góðar uppástungur megið þið setja það í comment og líka láta vita hvort þið komist :)
Knús, knús
Bjarney at 00:01
föstudagur, apríl 20, 2007
104 ára!!
Samkvæmt þessu (og þessu) mun ég lifa þar til í maí 2087! Hehe...það er pottþétt e-ð að marka þetta! :Þ
Hvenær mun þinn tími koma?
Anna Lisa at 16:19
laugardagur, apríl 14, 2007
Hér getið þið séð földu myndavélina sem Bjarney talaði um í gær
Anna Lisa at 16:24
þriðjudagur, apríl 10, 2007
Ég er svo stolt af sjálfri mér...að blogga tvisvar með svona stuttu millibili...svo dugleg :) Ég er bara að stríða ykkur... Ástæða þessa bloggs er að ég hef ákveðið að halda saumaklúbb á föstudaginn kl.20 :) Veiiiiiiii Þið megið endilega láta vita sem fyrst hvort þið komið (eða þorið að koma (föstudagurinn 13. úúú)) Hlakka til að heyra frá ykkur :)
Bryndis Julia at 13:51