Ég held við séum sammála um það að sumarið 2001 hafi verið SUMARIÐ. Þess vegna datt mér í hug að við gætum rifjað upp hluti sem gerðust þetta sumar. Allir endilega að fara í Edit post og bæta við einum punkti í einu og svo safnast þetta smátt og smátt saman.
-Eyrún, Anna Lísa og Bryndís kynntust Hildigunni á Þjóðhátíð í Eyjum.
Eyrún at 17:00
laugardagur, maí 05, 2007
Próf, próf, próf og aftur próf...
Jæja skvísurnar mínar, hvernig gengur í prófunum? Hvenær klárið þið? Er svo ekki stemmari fyrir því að gera e-ð skemmtilegt eftir að prófum lýkur? (ég býst við mörgum svörum sem segja "já Anna Lísa, frábær hugmynd! Við getum t.d. gert....":Þ)
En svona á meðan lærdómurinn á hug ykkar allan þá má skemmta sér yfir þessu ;)
Anna Lisa at 14:04
fimmtudagur, maí 03, 2007
Sælar stúlkukindur
Fyrst það er nú eiginlega ekkert gaman að horfa á Eurovision einsamall þá var ég að hugsa um að bjóða ykkur öllum heim til mín til að horfa á undankeppnina næsta fimmtudag, ef einhver hefur áhuga á að koma að sjálfsögðu!!! Endilega látið mig vita ef þið komist eða ekki!!!
Gangi ykkur vel að lesa fyrir próf :) :) Ég hugsa fallega til ykkar!!!