mánudagur, júní 16, 2008
Jæja Skvísur
Ég er loksins búin að stofna reikning svo við getum byrjað að safna fyrir útanlandsferðunum okkar =) Ég var að pæla hvort við ættum ekki að byrja á 1.000 kr á mánuði út þetta ár og hækka svo upp í 2.000 kr á næsta ári þ.s. við ákváðum að gefa ekki afmælisgjafir þá. Hvernig lýst ykkur á það?
Þetta er verðtryggður reikningur sem er lokaður í 3 ár en konan í bankanum sagði að það væri ekkert mál að taka peningana út fyrr ef við viljum. Lét upplýsingarnar fylgja með í sms-inu til ykkar =)
Inga
Inga at 18:09